« Uppboð 2006: DVD myndir | Aðalsíða | Uppboð 2006: Geisladiskar A-P »

Uppboð 2006: Xbox og sjónvarp

11. desember, 2006

Jæja, þá er það þriðji hlutinn af uppboðinu sem eru tæki.

Sjá nánar um uppboðið hér

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og upphæðina strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní svefnherbergi hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í tvö ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

XBOX leikjatölva

Þetta er breytt XBOX tölva. Það þýðir að hún inniheldur 120GB harðan disk sem er með fullt af leikjum. Með tölvunni fylgja tveir stýripinnar. Þessi tölva er í góðu ástandi og leikirinir eru mjög fjölbreyttir. Ég seldi slatta af XBOX leikjunum í fyrra, en auk leikjanna á harða disknum fylgja eftirfarandi leikir í boxi með: Halo 1, Splinter Cell: Chaos Theory, NBA 2k3, Burnout Takedown og SSX3

Lágmarksboð: 5000 kall.

Uppboðinu lýkur á miðnætti á laugardag.

Einar Örn uppfærði kl. 19:50 | 199 Orð | Flokkur: Uppboð



Ummæli (18)


Býð 6.000

Daníel r. sendi inn - 11.12.06 22:46 - (Ummæli #1)

….frábært að vera of bráður á takkann en þetta boð mitt átti s.s við xbox’ið

Daníel R. sendi inn - 11.12.06 22:46 - (Ummæli #2)

Ég bíð 7.000 kr í xboxið

Sigurður Ari sendi inn - 11.12.06 22:55 - (Ummæli #3)

7000 í sjónvarpið

Aron sendi inn - 11.12.06 23:09 - (Ummæli #4)

Malt og appfelsín auglýsingin er komin aftur í spilun. Vildi bara láta þig vita, því að ég veit hvað þér þykir frænka þín krúttleg í þessari auglýsingu.

Dúbbel congrats!

Scweppes sendi inn - 12.12.06 01:08 - (Ummæli #5)

Jei!

En frænka mín? Ha?

Einar Örn sendi inn - 12.12.06 08:58 - (Ummæli #6)

Sælir. Sniðugt framtak. Hef sjálfur séð þessa fátækt sem þrífst þarna. Ég bíð 15.000 í tölvuna og sjónvarpið.

Valur sendi inn - 12.12.06 09:47 - (Ummæli #7)

8.000 í sjónvarpið og 8.000 í tölvuna

Aron sendi inn - 12.12.06 13:39 - (Ummæli #8)

ívar:9000 í tölvuna :-)

ivar sendi inn - 14.12.06 09:31 - (Ummæli #9)

9.500 x-box

Aron sendi inn - 14.12.06 14:20 - (Ummæli #10)

11000 fyrir x-box

Allveg frábært framtak.

AKS sendi inn - 15.12.06 08:13 - (Ummæli #11)

12000 x-boxið

Aron sendi inn - 16.12.06 14:28 - (Ummæli #12)

Þegar einn og hálfur tími er eftir af uppboðinu á Aron hæsta boð bæði í Xboxið (12.000) og í sjónvarpið (8.000).

Einar Örn sendi inn - 16.12.06 22:24 - (Ummæli #13)

13.000 X-box

ÞJA sendi inn - 16.12.06 23:36 - (Ummæli #14)

-

- sendi inn - 16.12.06 23:58 - (Ummæli #15)

Uppboði lokið. Því miður þá virðist síðan hafa dottið út í gærkvöldi vegna bilanar í sæstreng (síðan er hýst í Bandaríkjunum).

En það barst tilboð í gegnum email klukkan 23:59:52 með tilboð uppá 13.500. Það er nokkuð ljóst að enginn hefði náð að senda inn tilboð seinna en það, þannig að ég hef ákveðið að láta það standa sem síðasta tilboðið.

Þannig að sigurvegararnir eru:

Sjónvarp: Aron: 12.000 X-Box: nafnlaust: 13.500

Það er leiðinlegt að þetta hafi verið svona, en því miður get ég ekkert gert í því. Ég get ekki setið við tölvuna allan sólahringinn, heldur skoða bara tilboðin þegar ég kemst í tölvu.

Einar Örn sendi inn - 17.12.06 11:40 - (Ummæli #16)

Tjah ég bauð nú bara 8.000 í sjónvarpið :/

Aron sendi inn - 18.12.06 14:14 - (Ummæli #17)

Æ, sorrí, þetta var villa hjá mér.

Rétt þú bauðst auðvitað 8.000 kall í sjónvarpið. Það eru helvíti góð kaup :-)

Einar Örn sendi inn - 18.12.06 14:22 - (Ummæli #18)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Æ, sorrí, þetta var villa hjá mér. Rétt þú bauðst ...[Skoða]
  • Aron: Tjah ég bauð nú bara 8.000 í sjónvarpið :/ ...[Skoða]
  • Einar Örn: Uppboði lokið. Því miður þá virðist síðan hafa do ...[Skoða]
  • -: - ...[Skoða]
  • ÞJA: 13.000 X-box ...[Skoða]
  • Einar Örn: Þegar einn og hálfur tími er eftir af uppboðinu á ...[Skoða]
  • Aron: 12000 x-boxið ...[Skoða]
  • AKS: 11000 fyrir x-box Allveg frábært framtak. ...[Skoða]
  • Aron: 9.500 x-box ...[Skoða]
  • ivar: ívar:9000 í tölvuna :-) ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.