« Ég... | Aðalsíða

Rafa og Real

15. mars, 2007

Í Echo er athyglisverð frétt eftir Chris Bascombe um Rafa Benitez, Real Madrid og eigendurna. Einsog menn hafa tekið eftir á netinu þá hefur Benitez verið orðaður við þjálfarastarfið í 120. skipti - núna ásamt þeim Bernd Schuster og Jose Mourinho.

Í stað þess að neita fréttunum frá Real Madrid hefur Rafa þess í stað lagt áherslu á það að hann vilji tala við nýja eigendur Liverpool um það hvert þeir séu að stefna. Einsog Rafa segir:

“I have spoken to them once, when they first came to the club, but now I would like to see them again as soon as possible and talk about the future.

“As I’ve said before, I don’t just want to talk about money to spend on players, I would like to hear about the plans which will improve the club.

“We need to do things which not only help for one or two years, but will help the club for the next 100 years.”

Þetta finnst mér fullkomlega eðlilegt. Við megum ekki gleyma því að Real Madrid er liðið hans Rafa og hann hefur ábyggilega á sínum yngri árum dreymt um að þjálfa þá. Það væri því glórulaust að hann myndi hafna þeim án þess að vita nákvæmlega hvaða framtíð biði hans hjá Liverpool.

Þetta setur líka góða pressu á þá Hicks og Gillett því þeir vita hversu mikilvægur Benitez er fyrir liðið. Benitez getur sett fram ákveðnar kröfur um að hlutirnir verði gerðir almennilega og að hann fái úr almennilegum peningum að spila í sumar. Hann getur bent á að hann fór frá Valencia útaf því að hann fékk ekki það sem hann vildi þar.

Það er alveg ljóst að Rafa hefur ákveðnar hugmyndir um það hvað þurfi að gerast í sumar og að hann er ákveðinn í að ná þeim fram. Nú er það bara vonandi fyrir okkur aðdáendur að nýju eigendurnir verði á sömu skoðun og veiti honum nægt fé til að styrkja liðið enn frekar.

Einar Örn uppfærði kl. 11:27 | 326 Orð | Flokkur: Liverpool



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.