Helgin

Síðasta helgi var mjög skemmtileg. Á föstudag fórum við á nýlistasafnið með nokkrum vinum okkar en þar var verið að opna sólstöðuhátíð, en sumardagurinn fyrsti var einmitt á föstudag. Við sáum þar m.a. mjög athyglisverða kvikmyndasýningu.Á laugardag fórum við svo niður í miðbæ Evanston, þar sem var útimarkaður með fullt af listaverkum og slíku.

Eftir það keyrðum við niður á Soldier Field, þar sem við ætluðum að sjá knattspyrnuliðið hérna í Chicago, Chicago Fire spila við New England Revolution.Ein ástæðan fyrir því að við völdum þennan leik var sú að fyrir leik gátu allir fengið að taka mynd með uppáhaldsleikmanninum sínum. Með Chicago Fire leikur einmitt Hristo Stoichkov, sem var einn af uppáhaldsleikmönnunum mínum þegar hann lék með Barcelona.

Leikurinn var ágætur, sérstaklega seinni hálfleikur. Fire voru mun betra lið, en samt endaði leikurinn 1-1.Leikurinn var ekki búinn fyrr en um 10 og fórum við þá heim, skiptum um föt og fórum svo niður á Rush, sem er ein af aðalbargötunum í Chicago. Þar flökkuðum við á milli bara og skemmtum okkur konunglega allt kvöldið.

Skólinn

Skólinn gekk ágætlega, þrátt fyrir að ég hafi haft nokkuð mikið að gera utanskóla þessa önnina. Einnig var próftaflan hjá mér mjög óþægileg, því ég tók 3 próf á seinustu tveimur prófdögunum. Hvað um það, ég fékk 3.75 í einkunn, sem er sama og ég hef fengið báðar hinar annirnar á þessum vetri. Sem er í raun smá skrítið.

Allavegana, þá fékk ég A- í þýskum bókmenntum (Faust), B+ í hagfræði (hlutabréfamarkaðurinn), A í stærðfræði (diffurjöfnur) og A í hagfræði (alþjóðaviðskipti). Skiptingin kom mér nokkuð á óvart, því ég fékk slæma einkunn á fyrri ritgerðinni í þýsku. Það er greinilegt að kennaranum líkaði við seinni ritgerðina, sem fjallaði um samanburð á Faust eftir Goethe og Mephisto eftir Klaus Mann.

Einnig kom fyrri hagfræði einkunin mér á óvart. Ég var með hæstu á miðsvetrarprófum, og fékk svo líka gott á lokaprófinu. Það, sem dró mig niður voru skilaverkefni, sem giltu mjög mikið og svo notaði kennarinn mjög skrítna formúlu til að reikna út einkunnina, þannig að ég kom verr út úr þeim útreikningi en flestir aðrir. En samt, þá er B+ ekki slæmt. Ég er svo náttúrulega sáttur við hina tímana.

Vinna

Það er allt í rugli varðandi tölvuna mína hérna í vinnunni, þannig að í morgun hef ég fengið borgað fyrir að skoða Wall Street Journal og flakka um netið. Ætli ég noti ekki tækifærið og segi aðeins frá vinnunni minni.

Ég er að vinna hjá fyrirtæki, sem heitir CSTech. Þetta er lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem sérhæfir sig í að hanna lausnir fyrir “supply-chain management” á markaðsefnum fyrir Fortune 500 fyrirtæki. Ég vinn í netdeild fyrirtækisins. Hlutverk mitt er að hanna og endurbæta útlit vefsins. Ég er nokkurn veginn búinn að hanna sjálft útlitið og þegar tölvan mín kemst í lag þá fer ég í það að breyta öllum HTML kóðanum í forritinu, sem er heljarinnar verk, sem mun sennilega taka það sem eftir er sumars.Það að leita sér að vinnu hérna í Bandaríkjunum var mikið ævintýri. Ég sótti um á nokkrum stöðum, en það er frekar erfitt fyrir útlendinga að fá “internship” (eða sumarvinnu) vegna þess að flest fyrirtæki, sem eru að ráða í sumarvinnu hafa í huga að bjóða námsmönnunum vinnu eftir að þeir útskrifast. Þar sem ég er með mjög takmarkað atvinnuleyfi gerir það manni erfiðar fyrir.

En allavegana, þá fór ég í viðtöl hjá nokkrum fyrirtækjum, bæði í gegnum síma og á staðnum. Ég fór m.a. í viðtal hjá Leo Burnett, Shell og var auk þess boðið í viðtal hjá Morningstar, en gat ekki farið því ég var búinn að taka starfinu hjá CSTech. Ég var mjög spenntur fyrir þessari vinnu eftir seinna viðtalið hérna og ákvað að taka starfið. Aðal vandamálið var að þessi vinna er talsvert langt frá íbúðinni minni, þannig að á hverjum morgni þarf ég að keyra í um klukkutíma. En hins vegar vegur það á móti að ég fæ borgað fyrir þessa vinnu, en mörg “internship” eru einmitt óborguð.

Maður er búinn að læra talsvert á þessum tíma, bæði varðandi að sækja um vinnur og maður hefur kynnst ýmsum hliðum á atvinnumarkaðnum. Samkeppnin er gríðarleg, sérstaklega vegna þess að fyrirtækin, sem ég sótti um hjá, auglýstu störfin einungis fyrir Northwestern nemendur. Þannig að flestir, sem sóttu um voru mjög hæfir. Maður er því nokkuð stoltur af því, sem maður hefur náð fram, því það eitt að komast í viðtal er ákveðið hrós því það eru tugir umsækjenda um flestar vinnurnar, sem eru auglýstar í skólanum.

Tomb Raider

Þar sem það er ábyggilega stutt í frumsýningu á Tomb Raider á Íslandi, þá finnst mér það vera skylda mín að vara fólk við þessari mynd. Hún hafði fengið hræðilega dóma, en við Hildur ákváðum samt að sjá hana á sunnudaginn.

Aðallega til að sjá senurnar, sem voru teknar á Íslandi og svo lék einn samstarfsmaður minn hjá Danól í myndinni (ég sá hann reyndar aldrei).Allavegana, þá er myndin alveg hrikalega hræðileg. Afskaplega léleg mynd. Það er í raun allt vont við þessa mynd. Tæknibrellurnar eru ekki einu sinni flottar. Mjög vond mynd!!

Tenging

Ég er núna búinn að cancela kapal-nettengingunni minni. Henni var fórnað á altari hækkandi dollars. Auk fless er AT&T afskaplega leiðinlegt fyrirtæki. Þieir eru alltaf að hringja og trufla mig, bjóðandi mér langlínusímtöl, þrátt fyrir að ég hafi hætt með þeirra þjónustu fyrir meira en ári.

Ég neyðist fló til að kaupa sjónvarps-kapal pakka frá þeim, því þeir eru þeir einu, sem bjóða uppá enska boltann.Annars er ég að vinna heima hjá mér núna seinni partinn í dag. Ég er nefnilega að prófa style sheet, sem ég hef verið að vinna í, á Macintosh.

Radiohead

Jæja, nú erum við Hildur að fara að sjá Radiohead spila hérna í Chicago 1.ágúst. Ég var að kaupa miðana á netinu áðan. Núna var ótrúlega auðvelt að komast í gegnum ticketmaster, enda var búið að selja eitthvað af miðum í sérstakri MTV forsölu.Tónleikarnir verða úti, í Grant Park, sem liggur við vatnið. Áður en við sjáum Radiohead förum við á Air, sem verða að spila í The Vic. Gaman gaman.

Annars eru Rammstein að byrja á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Maður er búinn að lesa svo mikið um spenning fyrir Rammstein tónleikana heima, að það er spurning hvort maður skelli sér.Uppfært: Ég komst að því að Radiohead miðarnir seldust upp á fjórum mínútum. Þannig að ég var alveg lygilega heppinn að fá miða.

Traffic update

Ég var ýkt sáttur þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni, því allt í einu var engin umferð við hringtorgið, þar sem allt er vanalega stopp. Ég hélt að ég myndi núna fljúga heim á 40 mínútum. En nei nei, fimm mínútum seinna lenti ég í annari umferðarteppu, þannig að heimferðin tók klukkutíma og 10 mínútur.Ég er ekki alveg að fíla þessa umferð.

Hlutabréf

Ég er búinn að eyða deginum hérna heima að læra undir hagfræðipróf. Ég kláraði þýskuritgerð um Faust í gær og skilaðin henni í morgun og tók stutt þýskupróf.Dagurinn í dag hefur sem sagt farið í undirbúning undir fyrra hagfræðiprófið, sem er á fimmtudag. Það próf fjallar um hlutabréfamarkaðinn.

Eftir að hafa lesið um markaðinn í nokkra tíma tók ég mér langþráð kaffihlé áðan. Í hlénu fékk ég mér einn bolla af kaffi og las Wall Street Journal. Sumir myndu segja að ég ætti ekkert líf.

Weezer

Ég er mjög hrifinn af hljómsveitinni Weezer og tónleikarnir, sem ég fór á í Aragon með þeim voru alger snilld. Ég er núna búinn að hlusta nokkrum sinnum á nýja diskinn með þeim, sem heitir ekki neitt, flestir kalla hann bara græna diskinn.

Diskurinn er frábær, hressandi rokk. Annars flegar ég keypti flennan disk var orðið nokkuð langt síðan ég keypti mér síðast geisladisk. Áður fyrr keypti ég mér alltaf tvo til þrjá diska í mánuði en það hefur minnkað gríðarlega með tilkomu Napster og Hotline.

Vitleysa

Ég var að skoða pólítík.is og fann þar þessa miklu speki:

Á frídeginum er einnig mikið um að vera. Sundstaðir fyllast, ísbúllur blómstra, öndunum er gefið, kaffihúsin iða af lífi, garðurinn er tekinn í gegn, bakaríin eru tæmt, pizza er pöntuð heim, hraðbankarnir eru tæmdir, bíllinn er þveginn og fylltur af bensíni fyrir bíltúrinn og kvikmyndahús eru nýtt til hins ýtrasta.Frídagar í miðri vinnuviku auka ekki einungis hagvöxt með aukinni neyslu heldur einnig lífsgleðina en einmitt sú gleði er ástæðan fyrir því að við erum að þessu öllu saman. Rómverjarnir vissu nákvæmlega hvernig gera átti hlutina. Þeir héldu hátíð þriðja hvern dag.

Maðurinn, sem skrifar þetta mun án efa bylta öllum hugmyndum hagfræðinga hingað til. Samkvæmt þessari kenningu væri hægt að hafa frí allt árið kaupa bara nógu mikið og þá myndi hagvöxturinn slá öll met.