« maí 03, 2001 | Main | maí 11, 2001 »

Liverpool heimasíđa

maí 10, 2001

Nýja Liverpool heimasíđan, Liverpoolfc.tv er alger snilld. Ég er búinn ađ vera ađ horfa á fullt af viđtölum viđ leikmenn og fleira slíkt. Gaman ađ hlusta á leikmennina, t.d. er varla hćgt ađ skilja hvađ sumir ensku leikmennirnir eru ađ segja (t.d. Jamie Carragher). Einnig vissi ég ekki ađ Stephane Henchoz vćri međ svona fáránlega franskan hreim. Ho ho ho.

60 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Íţróttir

Sigurrós í Chicago

maí 10, 2001

Ég og Hildur fórum á sunnudaginn ađ sjá Sigurrós spila í Park West, sem er í Lincoln Park hverfinu hérna í Chicago. Ţessi stađur er međ skemmtilegri tónlistarstöđum hérna í borg, en hann tekur 750 manns í sćti. Stađurinn var trođfullur enda var uppselt mánuđi fyrir tónleikana.

Sigurrós komu á sviđ um 9 leytiđ. ţeir byrjuđu á frábćrri útgáfu af "Ný Batterí". Jónsi, söngvarinn var hreint ótrúlegur í ţví lagi, sem og öllum hinum. Reyndar tók hann sér frí í tveimur lögum og Steindór Andersen, sem ég veit ekki hver er, kom og tók einhver lög, sem ég held ađ séu gömul ţjóđlög og var ţađ alveg magnađ.

Eftir ţrjú lög bćttist svo viđ strengjasveit, sem spilađi međ Sigurrós út alla tónleikana. ţeir spiluđu í um 90 mínútur á fullum krafti. Ţađ kom mér reyndar á óvart, hversu mikill kraftur var í tónlistinni. Ágćtis Byrjun er mjög róleg plata, en sum lögin ţróuđust útí mikiđ og ţungt rokk, ţá sérstaklega lokalagiđ. Eftir ađ ţeir hćttu var svo klappađ stanslaust í fimm mínútur og komu strákarnir aftur á sviđiđ og hneigđu sig, en tóku engin aukalög.

Ţađ eina, sem olli mér pínkulitlum vonbrigđum var ađ ţeir tóku ekki Ágćtis Byrjun, sem er mitt uppáhaldslag međ ţeim, en lögin sem ţeir tóku á tónleikunum voru öll svo mögnuđ ađ ţađ breytti ekki miklu. ţessi hljómsveit er hreint ótrúlega góđ.

227 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Tónleikar

Íslenskir stafir Jibbíííí

maí 10, 2001

Ég er loksins kominn međ íslenska stafi í OSX. fietta kom frá Apple-umbođinu í gćr. Reyndar eru ennţá einhverjir gallar. Til dćmis, ţegar ég uppfćri í Blogger, kemur ţorn eitthvađ skringilega út. En ég ţekki hvort eđ er engan Ţorstein, flannig ađ mér er nokk sama. Ég reyni bara ađ mynda setningar án fless ađ hafa ţorn. ţađ gćti fló reynst eitthvađ erfitt.

63 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Tćkni

GSM rugl

maí 10, 2001

Ótrúleg snilld!. Ef ađ GSM símar fara í taugarnar á ţér, ţá eru ţessir menn međ svariđ.

18 Orđ | Ummćli (0) | Flokkur: Tćkni

EOE.is:

Blađur um hagfrćđi, stjórnmál, íţróttir, netiđ og mín einkamál.

Á ţessum degi áriđ

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síđustu ummćli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33