« ágúst 25, 2002 | Main | ágúst 27, 2002 »

Bæ bæ Bandaríkin

ágúst 26, 2002

Á síðustu dögunum mínum í Bandaríkjunum tók ég saman lista yfir það, sem ég vissi að ég myndi sakna. Mér tókst aldrei almennilega að klára listann og uppúr þessu, þá held ég að ég muni aldrei nenna því.

Þannig að ég birti hérna bara það, sem ég var kominn með, ef einhver skyldi hafa áhuga.

Ég veit að ég á eftir að sakna:

Vina minna
Skólans míns
Chicago
Evanston
Chicago Cubs
Chicago Bulls
Northwestern Wildcats
Chicago Bears
tailgating
The Daily Show
ESPN
CPK
Olive Mountain
Potbelly
Starbucks
Dunkin' Donuts
Bud Light

91 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

eoe.is

ágúst 26, 2002

Ég er núna búinn að breyta um hýsingu á síðunni minni. Framvegis verður hægt að komast inná síðuna á www.eoe.is.

Ég er búinn að breyta skráningunni á rss molum (takk Bjarni), þannig að þeir, sem eru með síðuna mína á RSS molum ættu að færast beint inná síðuna.

Hinsvegar er ekki búið að breyta Nagportal skráningunni og því mun ég halda áfram að uppfæra bloggsíðuna mína á Northwestern servernum í einhvern tíma.

74 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Netið

James Baker og Írak

ágúst 26, 2002

Ágúst Flygering minntist aðeins á grein, sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna skrifaði í New York Times um helgina undir heitinu The Right Way to Change a Regime.

Í greininni gagnrýnir Baker þá áætlun GWB að ráðast inní Írak án þess að leita eftir stuðningi fleiri landa. Baker telur nauðsynlegt að fá stuðning Sameinuðu Þjóðanna en ekki bara Ísraels og Bretlands. Hann hvetur Bush til að fá SÞ til að setja Saddam Hussein úrslitakosti. Annað hvort leyfi Saddam vopnaeftirlitsmönnum inní landið án skilyrða eða ráðist verður á Írak. Ef að Saddam leyfir vopnaeftirlit í orði en ekki á borði, þá verði strax gripið til aðgerða.

Þrátt fyrir að þetta sé ekki fullkomið plan hjá Baker, þá er svo sannarlega meira vit í þessu heldur en því að láta Bandaríkjamenn ráðast eina inní landið. Staðreyndin er sú að Bandaríkjamenn hafa nægan hernaðarstyrk til að fara í þessa aðgerð einir en þeir verða að brjóta odd af oflæti sínu og leita eftir stuðningi hjá öðrum þjóðum. Annars munu þeir einangrast enn frekar í alþjóðlegum samskiptum.

174 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33