« nóvember 19, 2002 | Main | nóvember 28, 2002 »

Osama og kröfur hans

nóvember 25, 2002

The Guardian birtir í dag bréf, sem talið er vera samið af Osama Bin Laden, þótt engar sannanir séu færðar fyrir því. Bréfið er samið til Bandarísks almennings. Í því er margt athyglisvert. Ég tek það þó fram að ég geri ráð fyrir að Bin Laden hafi skrifað bréfað. Ef svo reynist ekki, þá biðst ég náttúrulega afsökunar á ummælum mínum.

Bin Laden skýrir í bréfinu út sína hugmyndafræði og hvers vegna hann heyjir stríð gegn Bandaríkjamönnum. Í bréfinu telur Bin Laden upp þau skipti, sem Bandaríkjamenn hafa ráðist á ríki múslima og telur hann því það réttlæta hryðjuverk múslima, því að í kóraninum segir að múslimar hafi rétt til að ráðast á þá, sem á þá ráðast.

Það, sem vekur kannski mesta athygli er að ef Bin Laden samdi bréfið, þá er augljóst að George Bush hefur haft rétt fyrir sér með því að segja að þessir hryðjuverkamenn séu í raun fyrst og fremst á móti frelsi okkar og lífstíl. Þetta sést meðal annars á því að fyrsta krafa Bin Laden er að Bandaríkjamenn taki upp lög Islam. Bin Laden gagnrýnir einnig aðskilnað ríkis og kirkju.

Hann segir:

What are we calling you to, and what do we want from you? (1) The first thing that we are calling you to is Islam. (a) The religion of the Unification of God; of freedom from associating partners with Him, and rejection of this; of complete love of Him, the Exalted; of complete submission to His Laws; and of the discarding of all the opinions, orders, theories and religions which contradict with the religion He sent down to His Prophet Muhammad (peace be upon him). Islam is the religion of all the prophets, and makes no distinction between them - peace be upon them all.

og

You are the nation who, rather than ruling by the Shariah of Allah in its Constitution and Laws, choose to invent your own laws as you will and desire. You separate religion from your policies, contradicting the pure nature which affirms Absolute Authority to the Lord and your Creator. You flee from the embarrassing question posed to you: How is it possible for Allah the Almighty to create His creation, grant them power over all the creatures and land, grant them all the amenities of life, and then deny them that which they are most in need of: knowledge of the laws which govern their lives?

Hagfræðingurinn ég tók náttúrulega eftir kostulegasta kommentinu frá Bin Laden (nota bene, þetta á að vera skrifað árið 2002)

You are the nation that permits Usury (íslenska: okurlán), which has been forbidden by all the religions. Yet you build your economy and investments on Usury. As a result of this, in all its different forms and guises, the Jews have taken control of your economy, through which they have then taken control of your media, and now control all aspects of your life making you their servants and achieving their aims at your expense; precisely what Benjamin Franklin warned you against.

Sem sagt þá telur Bin Laden að það að lána með vöxtum sé gegn vilja Guðs. Þannig að til að þóknast Osama þurfum við Vesturlandabúar að gjörbylta (eyðileggja) allt okkar efnahagskerfi.

Auðvitað er bréfið einnig fullt af frekara gyðingahatri.

The creation and continuation of Israel is one of the greatest crimes, and you are the leaders of its criminals... The creation of Israel is a crime which must be erased. Each and every person whose hands have become polluted in the contribution towards this crime must pay its price, and pay for it heavily.

og

Your law is the law of the rich and wealthy people, who hold sway in their political parties, and fund their election campaigns with their gifts. Behind them stand the Jews, who control your policies, media and economy.

Einnig er setur Bin Laden útá það hversu frjálsir Vesturlandabúar eru gagnvart kynlífi og réttindum kvenna og samkynheigðra. Samkvæmt Osama þá fundu Bandaríkjamenn líka upp AIDS.

We call you to be a people of manners, principles, honour, and purity; to reject the immoral acts of fornication, homosexuality, intoxicants, gambling's, and trading with interest.

og

Who can forget your President Clinton's immoral acts committed in the official Oval office? After that you did not even bring him to account, other than that he 'made a mistake', after which everything passed with no punishment. Is there a worse kind of event for which your name will go down in history and remembered by nations?... You are a nation that practices the trade of sex in all its forms, directly and indirectly. Giant corporations and establishments are established on this, under the name of art, entertainment, tourism and freedom, and other deceptive names you attribute to it... And because of all this, you have been described in history as a nation that spreads diseases that were unknown to man in the past. Go ahead and boast to the nations of man, that you brought them AIDS as a Satanic American Invention.

Reyndar fór ég eitthvað að efast um að þetta væri Bin Laden þegar hann fór allt í einu að tala um umhverfismál. Þessi klausa gæti allt eins hafa verið skrifuð af evrópskum græningjum:

You have destroyed nature with your industrial waste and gases more than any other nation in history. Despite this, you refuse to sign the Kyoto agreement so that you can secure the profit of your greedy companies and*industries.

Auk þessarar óraunhæfu kröfu um að við breytum öllum lífstíl okkar, þá fer Bin Laden fram á fjölmarga hluti, sem margir Vesturlandabúar eru sammála honum um. Einsog að Bandaríkjamenn hætti að styðja spillt stjórnvöld í múslimaheiminum. Bin Laden stenst þó ekki mátið og smellir inn einni hótun í enda þeirrar málsgreinar:

Sixthly, we call upon you to end your support of the corrupt leaders in our countries. Do not interfere in our politics and method of education. Leave us alone, or else expect us in New York and Washington.

Það er augljóst að ef að Bin Laden skrifaði þetta bréf, þá er lausn margra friðarsinna á þessu vandamáli ekki fullnægjandi. Það virðist ekki vera nóg til að gleðja Bin Laden og hans líka að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt frá Arabalöndum og hætti stuðningi við Ísrael. Nei, Bin Laden og félagar verða ekki sáttir fyrr en við höfum gjörbyllt öllu, sem við stöndum fyrir.

1060 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Stjórnmál

Íslensk tónlist

nóvember 25, 2002

Ég er búinn að vera ótrúlega duglegur við að kaupa íslenska tónlist undanfarnar vikur. Keypti mér fyrir nokkru "Bent & Sjöberg" og "Afkvæmi Guðanna", sem voru báðar góðar skífur, sérstaklega Þó "Afkvæmin".

Í síðustu viku keypti ég svo Sigurrós og núna um helgina nýja Rotweiler diskinn. Ég hef verið að hlusta mikið á Sigurrós diskinn og finnst mér hann alveg frábær. Gagnrýnin í erlendum blöðum, sem ég hef lesið, hefur verið jákvæð, fyrir utan það að fólk er eitthvað að setja útá það að þeir skuli ekki nefna lögin neitt. Finnst gagnrýnendum það tilgerðarlegt. Mér finnst það bara kjaftæði og frekar tilgerðarlegt að vera að gagnrýna umbúðirnar í staðinn fyrir sjálfa tónlistina. Diskurinn er alveg frábær. Ég er búinn að heyra þessi lög tvisvar á tónleikum í Chicago, eða allavegana stóran hluta þeirra. Sérstaklega er mér minnisstætt að á seinni tónleikunum tóku þeir lag númer 8 á diskinum. Þeir enduðu tónleikana á því og var það alveg magnað. Trommurnar í því lagi eru æðislegar og var það sérstaklega áhrifamikið á tónleikum.

Núna er ég búinn að hlusta á Rotweiler tvisvar og líkar ágætlega. Einhvern veginn hef ég þó á tilfinningunni að þeir hafi unnið þennan disk á stuttum tíma. Samt lofar hann góðu en fyrri diskur þeirra er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Þess má geta að diskurinn með Rotweiler á að vera með vörn, þannig að ekki sé hægt að spila hann í tölvum. Þvílíkt drasl. Eina trikkið á Makkanum mínum er að opna iTunes, setja diskinn inn, taka hann út aftur og setja aftur inn. Ég ætla þó ekki að fara að dreifa tónlist Rotweiler á netinu heldur vil ég eiga alla mína tónlist á harða disknum mínum. Þannig finnst mér langþægilegast að nálgast tónlistina mína. Geisladiskar eru úreltir.

291 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Tónlist

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33