« mars 21, 2005 | Main | mars 23, 2005 »
Svíðþjóð
Ok, ég er að fara til Svíþjóðar í apríl í viðskiptaerindum. Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara bæði til Gautaborgar og Stokkhólms. Ég hef sennilega möguleika á að bæta við dvöl yfir helgi í annarri hvorri borginni.
Og þá er spurningin, í hvorri borginni á ég að eyða helginni? Ég hef aldrei komið til Svíþjóðar og veit harla lítið um túrisma í landinu. Hefði viljað kíkja á næturlífið og túristast eitthvað skemmtilegt. Einhvern veginn grunar mig að það sé meira að sjá í Stokkhólmi, en er samt ekki viss. Hefur einhver komið á báða staði og getur gefið mér hint? Er kannski eitthvað spennandi stutt frá annarri hvorri borginni?

Bönnum þetta!
Ég legg hér með til að eftirfarandi sjónvarspefni verði bannað:
- Auglýsingar, þar sem litlir krakkar syngja jóla- eða páskalög
- Viðtöl við lítil börn í fréttatímum, þar sem þau eru spurð hvort þau viti hver ástæða hátíðahalda um jól eða páska sé.
- Öll viðtöl við borgarfulltrúa, sama hvort þeir séu í R-listanum eða Sjálfstæðisflokknum. Þau eru öll jafn slæm.
Hvað þarf maður annars að vera gamall til að finnast óskyld börn vera sæt eða skemmtileg?

Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
-
Einar Örn: Takk
...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
-
Gaui: Skál fyrir því, Einar minn!
...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:

Ég nota MT 3.33