« mars 21, 2005 | Main | mars 23, 2005 »

Svíðþjóð

mars 22, 2005

Ok, ég er að fara til Svíþjóðar í apríl í viðskiptaerindum. Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara bæði til Gautaborgar og Stokkhólms. Ég hef sennilega möguleika á að bæta við dvöl yfir helgi í annarri hvorri borginni.

Og þá er spurningin, í hvorri borginni á ég að eyða helginni? Ég hef aldrei komið til Svíþjóðar og veit harla lítið um túrisma í landinu. Hefði viljað kíkja á næturlífið og túristast eitthvað skemmtilegt. Einhvern veginn grunar mig að það sé meira að sjá í Stokkhólmi, en er samt ekki viss. Hefur einhver komið á báða staði og getur gefið mér hint? Er kannski eitthvað spennandi stutt frá annarri hvorri borginni? :-)

113 Orð | Ummæli (13) | Flokkur: Ferðalög

Bönnum þetta!

mars 22, 2005

Ég legg hér með til að eftirfarandi sjónvarspefni verði bannað:

  • Auglýsingar, þar sem litlir krakkar syngja jóla- eða páskalög
  • Viðtöl við lítil börn í fréttatímum, þar sem þau eru spurð hvort þau viti hver ástæða hátíðahalda um jól eða páska sé.
  • Öll viðtöl við borgarfulltrúa, sama hvort þeir séu í R-listanum eða Sjálfstæðisflokknum. Þau eru öll jafn slæm.

Hvað þarf maður annars að vera gamall til að finnast óskyld börn vera sæt eða skemmtileg?

77 Orð | Ummæli (10) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33