Pósturinn minn.

Nei, nú segi ég stopp. Þetta pósthólf hérna á Hagamelnum hlýtur að vera leiðinlegasta pósthólf í heimi.

Tölvupóstur hefur fyrir löngu séð til þess að maður er hættur að fá skemmtilegan póst. Núna fæ ég bara endalausa reikninga og auglýsingapóst. Ég er svo heppinn að fá líka alla reikninga fyrir Serrano heim til mín, sem þýðir að ég fæ heilan haug af reikningum á hverjum degi. Ég er líka ýmsu vanur í ruslpósti, en ég er gjörsamlega að farast yfir þessum endalausu auglýsingabæklingum. Einhvern veginn eru þeir allir uppfullir af vörum, sem ég hef engan áhuga á. Í dag fékk ég 5 auglýsingabæklinga.


Ég fór til útlanda í gær. Í fyrsta skipti, sem ég fer til útlanda í minna en sólahring. Fór út til Osló kl 7 og kom aftur fyrir klukkan 11 um kvöldið. Mætti svo í vinnuna gríðarlega hress í morgun, en er núna alveg búinn.

Ég komst endanlega að því að tollurinn er í samsæri gegn mér. Þar sem ég var á fundi var ég í jakkafötum og ég er nýbúinn í klippingu, þannig að ég lít út einsog 18 ára kórdrengur. Auk þess var ég bara með bakpoka, en engan farangur. En SAMT var ég tekinn í tékk í tollinum. Það er greinilegt a þegar ég tek uppá því að smygla kókaíni til landsins, þá munu jakkaföt ekki duga til að gabba tollarana.

Hamingja!

Í kvöld er ég [glaður](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/12/08/22.01.57/).

Ég elska Liverpool. Ég fokking elska þetta lið!!! Þið megið alveg gera grín að þessu, en það er bara fátt skemmtilegra en að horfa á svona frábæra fótboltaleiki með uppáhaldsliðinu sínu. Ótrúlega gaman!

Snilldarsími

Þetta er [SNILLD](http://reuters.com/newsArticle.jhtml;jsessionid=P24RMWI03NSE2CRBAEOCFEY?type=oddlyEnoughNews&storyID=6955367)!

Farsímafyrirtæki í Ástralíu býður nú kúnnum sínum að loka fyrir viss númer áður en það fer á djammið. Þannig að til dæmis er hægt að loka á númer hjá fyrrverandi kærustum, svo maður hringi ekki í þær þegar maður er orðinn vel drukkinn.

Þetta hefði hiklaust komið sér vel fyrir mig í nokkur skipti í gegnum tíðina. 🙂

Símayrirtækið fann út að 95% fólks í könnun hringir í fólk þegar það er á djamminu. 30% hringja í sína fyrrverandi, 19% til núverandi maka og 36% í aðra, svo sem yfirmenn sína.

Fyrirtækið fann einnig að 55% aðspurðra kíkja á gemsann sinn “morguninn eftir” til að sjá hverjir þeir hafa hringt í daginn áður. Hóst hóst.

Halldór?

Ég var að horfa á Kastljós áðan og þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Ég trúi því ekki enn að *Halldór Ásgrímsson* sé orðinn forsætisráðherra. Þetta er of magnað til að vera satt.


Ok, nú er ég 27 ára gamall. Síðan ég fæddist hafa [forsætisráðherrar](http://www.terra.es/personal2/monolith/iceland.htm) Íslands komið úr eftirfarandi flokkum:

Sjálfstæðisflokkurinn: 18 ár
Framsóknarflokkur: 8 ár
Alþýðuflokkur: 4 mánuðir

Er þetta fokking eðlilegt???

Í alvöru talað? Alþýðuflokksmaðurinn var forsætisráðherra þegar ég var tveggja ára!!! Síðan ég varð þriggja ára hafa Íhaldið og Framsókn ráðið öllu á Íslandi.


Sú staðreynd að Halldór er orðinn forsætisráðherra þýðir líka að í þeim löndum, sem mér þykir mest vænt um eru helstu ráðamenn þessir:

Ísland: Halldór Ásgrímsson
Bandaríkin: George W. Bush
Venezuela: Hugo Chavez

Kræst! Þetta er ekki hægt.

Queer Eye handrit!

Vá, heimur minn hefur hrunið.

Joel Stein, pistlahöfundur í Time, skrifar [grein í LA Times](http://www.latimes.com/news/opinion/commentary/la-op-stein5dec05,1,91272,print.story?coll=la-news-comment-opinions) þar sem hann fjallar um veruleikasjónvarpsþætti. Þar talar hann um að Simple Life sé skrifaður frá upphafi til enda, sem kemur svo sem ekki á óvart.

Það, sem kemur hins vegar á óvart er að Stein birtir [HANDRIT](http://www.latimes.com/media/acrobat/2004-12/15324783.pdf) að Queer Eye for the Straight Guy þætti!!!

Auðvitað vissi maður að þátturinn væri vel undirbúinn, en það virðist einnig vera sem að einstaka línur og atburðir séu undirbúnir. Þannig að allar línurnar hans Carsons, sem virðast koma óundirbúnar þegar hann finnur ákveðna hluti í íbúðum karlanna, eru víst margar hverjar undibrúnar.

Handritið er nokkuð magnað. Þar er talað um hverju hommarnir eiga að taka eftir í íbúðinni, hvað þeir eiga að tala um í fatabúðinni og öll ráðin, sem Jai gefur þeim gagnkynhneigða eru þarna á blaði.

Ja hérna! Say it ain’t so. (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37507))

23:23

Mikið afskaplega hefur þetta verið róleg helgi, sem nær svona nokkurn veginn hámarki þegar maður er á netinu á laugardagskvöldi. En þetta var jú allt planað. Ég var ákveðinn í að djamma ekki, heldur reyna að taka lífinu rólega. Veitir víst ekki af.

Í gær var ég uppí [HR](http://www.ru.is/), þar sem ég horfði á nemendur í MBA námi flytja lokaverkefni sitt. Verkefnin tengdust ákveðnu vörumerki, sem ég hef umsjón með í vinnunni og því var ég fenginn sem “sérfræðingur” og átti að spyrja nemendur spurninga. Það var bara nokkuð fínt.

Þetta er búin að vera frekar mikil stress vika og eitthvað gerði það að verkum að þegar ég kom heim úr vinnunni í gær var ég gjörsamlega úrvinda. Ég lagðist uppí sófa, en sá að ég væri ekki alveg að höndla þetta allt saman og fór því að sofa. Vaknaði reyndar aftur um kvöldmat og lá uppí sófa í annarlegu ástandi það sem eftir lifði kvöldsins.

Ef það er einhver, sem er snillingur í að sóa lagardögum í ekki neitt, þá er það ég. Ég svaf til hádegis, horfði svo á fótbolta, fór uppá Serrano, horfði á meiri fótbolta þegar ég kom heim og spilaði Halo2. Pantaði pizzu og reyndi að horfa á Charlie’s Angels 2, en mikið djöfull er hún nú leiðinleg. Spjallaði svo við gamlan vin, sem býr í Tælandi. Ég er byrjaður að láta mig dreyma um að heimsækja hann í Bangkok á næsta ári. Verð þó að passa mig á því að hugsa ekki um ferðalög á þessum tíma árs.

Allavegana, mér finnst þetta alveg [fáránlega fyndin markaðsherferð](http://www.elitedesigners.org/) (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37488))

Einnig: [The Onion: Iraq adopts terror alarm system](http://www.onion.com/news/index.php?issue=4048)

Girlie Men?

Í World Class í dag sá ég strák í bol, sem á stóð: *”Don’t be economic girlie men*”. Ég hélt í alvöru að Genni vinur minn (sem ég hef ekki heyrt frá lengi, hint hint) væri sá eini, sem fyndist þessi komment frá Schwartzenegger sniðug. Það, sem meira er, ég held að gaurinn sé í SUS. Þessir “economic girlie men”, sem Arnie talaði um, eru þeir, sem telja að fjárlagahalli Bandaríkjanna sé of mikill. Semsagt, allir hagfræðingar í heimi, fyrir utan þá, sem eru á launum hjá Bush.

Allavegana, ég hef aldrei talað um kosningarnar og nenni eiginlega ekki að gera það. Mér datt hins vegar í hug að birta hérna hluta úr bréfi til fyrrverandi herbergisfélaga míns úr háskóla. Hérna er kaflinn, þar sem ég talaði um kosningarnar í USA stuttu eftir að þær voru haldnar.


I still can’t believe how things went. I’m sure you’ve felt the same way I have.

I was really into the elections.  I stayed up to watch the debates, and all the programs I could catch on them.  On election night I went to an event hosted by the American Embassy in an art gallery in
Reykjavik.  I then stayed up at home until around 4AM, but finally fell asleep.  I woke up the next day, turned on my computer and was
convinced Kerry had won.  I couldn’t believe it.  And that’s sort of
been my mood over the last days.  I still can’t believe it, and I get
really annoyed talking about it.

I *really* thought Kerry would win.  I *really* thought more than 60% of
the population would show up to vote.  I’m so disappointed, so I can
only imagine how you feel, since you have to live there.  I just
want to shake people who really didn’t think it was worth their time to spend
two hours of their precious time to vote.  I just cannot understand them, and I can’t understand the people who vote for Bush. That’s just something I have to accept. I even have an Icelandic friend who thinks Bush is brilliant. No matter how hard I try, I just can’t understand him. I think I told you sometime that most of the time I can understand my opponents in Icelandic politics, but I *just can’t* understand Bush or his supporters.

I actually read a good article about the whole blue/red state America by an Icelandic leftist.  The thing is
that the America we know from TV is sort of the blue state America.
We see all those shows from New York, Chicago, L.A., and we really
don’t understand those red state people, who find banning gay marriage
more important than stopping the U.S. from attacking other countries
or a healthy economy.  We just cannot understand them.  So that’s basically
the feeling.  We’ve given up on trying to understand America. I saw a poll
somewhere where 90% of the Icelandic population wanted Kerry to win.
Those same 90% basically think Bush is an evil moron.

The remarkable thing is really that even though I lived for more than 3
years in the U.S., I completely failed to see the red side of America.  I
don’t know why, but all my friends are Democrats, even those I made
before I went to college.  I remember those dorky conservative guys who wrote for that conservative paper at NU, but I really never got to know them, only the Democrats. It’s a bit weird.  Oh well.

Anyways, you deserve better than Bush.

Bloggedíblogg

Ég held því fram að það séu engir bloggarar, sem eru jafn beittir og ótrúlega fyndnir þegar þeir fjalla um persónur, sem þeir fíla ekki, einsog Toggipop og Dr. Gunni.

Það þarf varla frekari sannanna við en umfjöllun þeirra um Kristján Jóhannsson í Kastljósþættinum áðan: [Toggi Pop](http://toggipop.blogspot.com/2004_12_01_toggipop_archive.html#110193461692907184) – [Doktorinn](http://www.this.is/drgunni/gerast.html).


Ég horfði hins vegar ekki á þáttinn, heldur var ég á Players að horfa á Liverpool [vinna](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/12/01/22.50.12/) Tottenham í vítaspyrnukeppni. Mikið var það gaman. Og mikið hlýtur að vera leiðinlegt að vera Tottenham aðdáandi. Einnig er það augljóst að það er ekki beinlínis auðvelt að vera hávær stelpa inná þessum fótboltapöbbum.


Já, svo er ég á lista Mýslu [yfir frægt fólk](http://myslatysla.blogspot.com/2004_11_01_myslatysla_archive.html#110184670766237351), sem hún hefur hitt í Melabúðinni undanfarnar vikur. 🙂

Ljómandi skemmtilegt.

Flensfaraldur, Haraldur

Ef þið vissuð það ekki fyrir, þá erum við víst öll að fara að deyja úr [flensu](http://www.iht.com/articles/2004/11/29/news/flu.html) á næstu mánuðum:

>the death toll could exceed one billion if the disease were to spread rapidly among people

Þetta er nú aldreilis hressandi fréttir (via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/37371))

500 bestu lög allra tíma

Rolling Stone eru búin að gefa út lista yfir [500 bestu lög allra tíma að þeirra mati](http://www.rollingstone.com/news/story/_/id/6596661/500songs). Þetta er svosem sæmilega “predictable” listi. Þarna er fullt af skemmtilegum lögum og alver heill hellingur af leiðinlegum lögum.

Svona er t.d. topp 10

1. Like a Rolling Stone – Dylan
2. Satisfaction – Stones
3. Imagine – John Lennon
4. What’s going On – Marvin Gaye
5. Respect – Aretha Franklin
6. Good Vibrations – Beach Boys
7. Johnny B. Goode – Chuck Berry
8. Hey Jude – The Beatles
9. Smells Like Teen Spirit – Nirvana
10. What’d I Say – Ray Charles

Þarna er náttúrulega æðislegt Dylan lag, (að mínu mati) leiðinlegt Stones lag, æðislegt Beach Boys lag, hundleiðinlegt Chuck Berry lag og svo mjög góð lög með Lennon, Bítlunum, Nirvana og Ray Charles.

Fyrir langa löngu gaf ég út lista með [mínum 10 uppáhaldslögum](https://www.eoe.is/gamalt/2003/06/02/22.39.39/). Af mínum lista komast eftirfarandi lög inná Rolling Stone listann: Ziggy Stardust 277, Free Bird 191 (eru þeir klikkaðir???) og Wish you were here 316. Það er hins vegar ekkert pláss fyrir Oasis, Smashing Pumpkins, Dr. Dre, Molotov og Jeff Buckley, sem voru á mínum lista.

Sem er náttúrulega hneyksli. 🙂

Listinn er uppfullur af mjög gömlum lögum, en lítið af nýjum lögum. Þar á meðal eru nokkur stórkostlega leiðinleg lög á topp 100, einsog “I want to hold your hand” með Bítlunum, “Hound Dog” með Presley, “Be My baby” með Ronettes (öll lög í Dirty Dancing ættu að vera dæmt umsvifalaust úr leik), “Tutti Frutti” með Little Richard og “She Loves You” með Bítlunum. Kannski er bara tónlist áður en Dylan og Bítlarnir komu fram almennt séð leiðinleg.

Já, og hvernig endar Tangled up in Blue númer 68? Hvernig fá þeir út að Be My Baby sé betra lag? HVERNIG? Æ, maður á svosem ekki að vera að pirra sig yfir þessu.