« ágúst 28, 2000 | Main | ágúst 30, 2000 »
Bolti
Ég er loksins kominn með bolta á leikmannasíðunni hjá FC Diðrik eftir að hafa skorað mitt fyrsta mark fyrir félagið í jafnteflisleiknum á móti Magic.

Stefán P.
Á föstudag fékk ég bréf frá Stefáni Pálssyni, einum af ristjórum Múrsins. Þar setti hann fram nokkra athyglisverða punkta um grein mína um Arnþór Helgason. Stefán segir að Arnþór hafi verið einna virkastur í að mótmæla atburðunum, sem gerðust á Torgi hins Himneska friðar. Ég trúi þessu vel, en mér fannst Arnþór samt sem áður vera fullmikið að verja atburðina. Þeir eru t.a.m. alls ekki sambærilegir þeim dauðarefsingum, sem George Bush hefur neitað að fresta.
Ég held þó að Arnþór hafi verið settur í dálítið einkennilega stöðu, þegar hann er fenginn til að vera sem nokkurs konar mótvægi við skoðanir Björgvins í Kastljósi. Ég er á því að, hefði verið settur á móti Arnþóri maður, sem væri fylgjandi stjórninni í Kína, þá hefði Arnþór mótmælt atburðinum harkalega. Ég tel að Arnþór hafi einfaldlega ekki getað verið sammála ungum Heimdellingi. Ég skil hann upp að vissu marki.
Ég hef oft staðið mig að því að mótmæla mönnum einsog Pinochet en verja svo menn einsog Castro. Þetta er auðvitað rangt og ég er hættur því. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að réttlæta manndráp eða pyntingar, sama hvað landið er yndislegt, eða hugsjón hæstráðenda mikilfengleg.

Athyglisvert
Athyglisvert að á Smashing Pumpkins heimasíðunni þá endar tónleikaferðalag þeirra um Evrópu þann 4. nóvember. Hvergi er minnst á tónleika á Íslandi, sem einhverjir segja að eigi að vera 9.nóvember. Hverjum á fólk að trúa?

Húrra fyrir 10-11
Húrra fyrir 10-11. Loksins verslun, sem er opin allan sólarhringinn. Núna gæti ég t.d. farið og keypt mér mjólk eftir vinnu. Mig vantar reyndar ekki mjólk en ég gæti samt keypt mjólk. Það finnst mér gaman.
Ég held þó ekki að það þurfi að breyta nafninu, t.d. heitir 7-eleven, ennþá sama nafni, þótt þær búðir séu opnar allan sólarhringinn.

Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
-
Einar Örn: Takk
...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
-
Gaui: Skál fyrir því, Einar minn!
...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:

Ég nota MT 3.33