« október 08, 2002 | Main | október 12, 2002 »

Movabletype og Brasilía

október 09, 2002

Nei, ég ætla ekki að fjalla frekar um Brasilíu. Sverrir svarar mér aftur og hef ég svo sem ekki miklu við það að bæta. Því lýkur hér ummfjöllun minni um Brasilíu allavegana þangað til að næsta eintak af The Economist kemur og ég get lært meira.

Hins vegar taka glöggir lesendur síðunnar kannski eftir því að ég er búinn að uppfæra Movabletype kerfið uppí útgáfu 2.5. Movabletype á einmitt eins árs afmæli þessa dagana og fjalla höfundar forritsins um viðbrögð við forritinu í ágætis pistli á MT síðunni.

Það er kannski einna skemmtilegast að nú er íslenska orðin eitt af aðalmálunum í kerfinu. Ég fæ meira að segja þakkir fyrir það. Einnig eru nokkrar fleiri breytingar í forritinu. Meðal annars er búið að bæta inn leitarvél, sem ég mun setja upp á þessari síðu innan nokkurra daga. Einnig er notkun á Trackback auðvelduð til muna.

147 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

Sverrir svarar fyrir sig

október 09, 2002

Sverrir Jakobsson svarar grein minni á ómálefnalegan hátt einsog þeirra Múrsmanna er von og vísa. Það er alltaf stutt í hrokann þar á bæ enda eru þeir fullvissir um að þeir viti meira um flesta hluti en annað fólk.

Sverri svara flestum punktum mínum með rökunum "nei, þetta er ekki svona", sem eru ágætis rök. Mótrök mín gætu því verið: "jú, víst".

Einnig ásakar hann mig um að kunna ekki að lesa. Hann segir:

Hins vegar kann Einar Örn ekki að lesa. Eða hvers vegna kýs hann að kalla pistil um skrif mín og Steinþórs Heiðarssonar um Brasilíu "Sverrir Jakobsson og Brasilía"?

Ég svara nú með beittum mótrökum: "þú kannt sjálfur ekki að lesa!". Greinin "Sverrir Jakobsson og Brasilía" fjallar einungis um skrif Sverris (hún er skrifuð áður en skrif Steinþór birtust. Greinin "Múrsvitleysa um Brasilíu" er svo svar mitt við grein Steinþórs. Skrif Sverris komu þar ekkert við sögu.

Sverrir heldur svo áfram og telur að kunnátta mín af brasilískum stjórnmálum sé öll tilkomin vegna blaðagreinar í The Economist. Ég tel mig ekki vera neinn sérfræðing um Brasilíu en þekking mín nær þó umtalsvert lengra en þessi blaðagrein í The Economist. Ágúst Flygenring svarar þessu ágætlega á heimasíðu sinni:

Ég legg mig fram við að lesa mismunandi skoðanir og sjónarhorn á hinum ýmsu málum. Ég aftur á móti hef mína skoðun, rétt einsog Sverrir hefur sína, og hún þarf ekkert að vera réttari en hver önnur. Mér finnst hinsvegar sjálfsagt að vitna í og benda á skrif þar sem (mín) skoðun er rökstudd, ef það er vel sett fram og með málefnalegum hætti. Þar sem Sverrir segist lesa The Economist ætti hann að vita að greinarnar þar um Lula setja fram málefnalega gagnrýni, m.a. á það sem Cardosa mistókst að gera (einsog t.d. að bæta lífeyrissjóðakerfinu).

Einnig skýtur Sverrir á hagfræðinga og ásakar þá um vanþroska og að þeir "læri ekkert með aldrinum".

Það að setja alla hagfræðimenntaða menn svona á sama stall er náttúrulega ótrúlegt. Menntahroki Sverris skín þarna í gegn því hann er greinilega sannfærður um að þeir, sem stundi sagnfræði séu á einhvern hátt upplýstari og klárari en þeir, sem nema hagfræði.

363 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Stjórnmál

Múrvitleysa um Brasilíu

október 09, 2002

Ég er kannski farinn að endurtaka sjálfan mig varðandi þessi skrif um Brasilíu. Hins vegar verð ég að svara þeirri vitleysu, sem Steinþór Heiðarsson skrifar á Múrinn í morgun. Pistillinn heitir hvorki meira nér minna en: Stórsigur Lula – afhroð frjálshyggjumanna í Brasilíu. Þar segir m.a.

Stóru tíðindin úr fyrri umferðinni – fyrir utan sigur Lula – eru auðvitað þau að ríflega þrír fjórðu hlutar kjósenda höfnuðu frjálshyggjustefnu sitjandi forseta, Fernando Henrique Cardozo, og forsetaframbjóðanda stjórnar hans.

Þetta er svo mikið bull að það er ekki fyndið. Lula naut aldrei mikils stuðnings meðal brasilísku þjóðarinnar þangað til snemma á þessu ári þegar hann hét því að hann myndi EKKI breyta um efnahagsstefnu. Hann hefur m.ö.o. lofað að halda áfram þeirri frjálshyggjustefnu í efnahagsmálum, sem Cardoso hefur staðið fyrir hingað til.

Einnig skrifar Steinþór:

Að hluta til er það vegna þess að þær eru komnar fram hvort eð er vegna óstjórnar í tíð Cardozos en líka af því að niðurskurðurinn í samfélagslegum verkefnum er að ganga af heilu þjóðfélagshópunum dauðum.

Þarnar hefði Steinþór átt að kynna sér betur staðreyndir málsins. Ég bendi á þessa mynd úr síðasta hefti The Economist. Ég ætla ekki að fara að verja þá hrikalegu misskiptingu auðs, sem ríkir í Brasilíu (mig minnir að Brasilíu sé með mestu misskiptingu auðs í heimi, eða var það Mexíkó?). Hins vegar er hún auðvitað ekki tilkomin á tímum Cardoso. Staðreyndin er sú að hann hefur gert mest allra forseta landsins til að bæta stöðu fátækra. Cardoso naut til að mynda meiri stuðnings meðal fátækra heldur en sósíalistinn Lula. Það var millistéttin, sem studdi Lula. Cardoso lækkaði ungbarnadauða, sendi fleiri börn í skóla og bætti aðbúnað í fátækrahverfum. Mér þætti gaman ef Steinþór gæti bent á þennan "niðurskurð í samfélagslegum verkefnum", sem Cardoso á að hafa staðið fyrir.

Ég held að Steinþór ætti að kynna sér málin aðeins betur áður en hann lýsir stoltur yfir sigri sósíalismans í Brasilíu.

320 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33